• Hver er…

  Ég er Vera og læri stjórnmálafræði í HÍ, ferðast mikið og fíflast mikið...
 • Dagatal

  janúar 2019
  M F V F F S S
  « Jan    
   123456
  78910111213
  14151617181920
  21222324252627
  28293031  
 • Myndir

 • Gestagangur

  • 3.599 gestir
 • Auglýsingar

Háleit markmið?

375px-Opera_ViennaBráðum mun ég losna úr kulda og vosbúð hérna á klakanum og í 12°C í Vín ahhhh. Þá mun ég ekki vera að krókna úr kulda lengur heldur nýt þess að vera í sumarhita í janúar (ég meina 12°C er bara fínasti sumar hiti hérna á klakanum).

Mitt fyrsta markmið við komuna til Vínar er að finna myndarlegann og ríkann mann til þess að bjóða mér á hið víðfræga óperuball í Vín. Á ballið sækja helstu fyrirmenn og auðkífingar Austurríkis og jú annarra landa og kostar ódýrasti miðinn 160 evrur á meðan sá dýrasti kostar 17.000 evrur! Í fyrra mætti forsvarsmaður ballsins með Paris Hilton uppá arminn og í ár ætlar hann að mæta með fyrrverandi hans Marlyn Manson. Ekki amalegt það!

Vera

Auglýsingar

Landflóttinn mikli!

Dömur mínar og herrar, yndiskæru landsmenn.

Eftir 11 daga held ég af stað í mikla ferð til meginlandsins þar sem ég mun sækja mér ýmsan fróðleik. Ég býst við því að læra eitt af tungumálum meginlandsbúa (þ.e. þýsku), hvernig fara eigi með vín með mat, matreiða alvör721px-Location_Austria_EU_Europeu vínarsnitsel og borða sacher tertu og apfelstrudel í hvert mál. Ef ég mun halda mig við austurrískt matarræði eingöngu á meðan dvöl minni stendur býst ég við að koma heim útblásin og vega tvöfalda núverandi þyngd mína. Það er þó heppilegt að ég mun búa með næringarfræðingi sem getur kannski leiðbeint mér um hollt matarræði. Vínarborg mun aldrei vera söm eftir dvöl mína þar enda ætla ég að mála bæinn rauðann og mun fara þar um eins og stormsveipur. Austurrískir karlmenn munu vera slegnir yfir hinu fagra íslenska fljóði og hinu yndisfagra móðurmáli hennar…

Eftir nokkra dvöl á meginlandinu sé ég fyrir mér að ég fái mikinn söknuð á landi og þjóð og hefji að yrkja ættjarðarljóð í anda hinna íslensku rómantíkera sem stunduðu nám í Kaupmannahöfn hér áður fyrr. Þegar ég kem svo til baka mun ég koma af stað byltingu þar sem að stjórnmálunum verður umturnað og þjóðin verður frelsuð undan oki stjórnmálaflokkanna…

Ég er þessa dagana að vinna í ýmsu eins og að undirbúa B.A. ritgerðina og bóka tíma með öllu því yndislega fólki sem ég þekki og vill fá að kyssa mig góða ferð. Það liggur við að fólk þurfi að hringja og panta tíma hjá mér og hef ég verið að pæla í því að fá mér einkaritara til þess svara símtölum og sjá um dagbókina. Ef þú ert einn af þeim sem vilt kyssa mig bless hafðu þá bara samband.

Ég mun nota bloggið til þess að upplýsa landann um ferðir mínar og ævintýri þannig að endilega fylgist vel með! Það vantar aldrei dramatíkina í kringum mig þannig að ég sé fram á æsispennandi sögur sem jafnast á við góða sápuóperu…

Annars eru nánast öll formsatriði komin á klárt fyrir för mína og á ég bara eftir að pakka lífi mínu niður í ferðatösku og passa að það fari ekki yfir 20kg, þar sem að ég veit að það mun ekki vera nóg sé ég fram á að þurfa að senda mér a.m.k. tvo kassa af „drasli“ þar sem það er ódýrara að senda „draslið“ heldur en að borga af því yfirvigt tvisvar (þarf að millilenda í Danaveldi áður en ég kemst á áfangastað).

Vera

Einkuna(ó)skil!

Önn eftir önn lenda nemendur í því að kennarar skili ekki af sér einkunum á réttum tíma. Á meðan að kennarar draga skil á einkunum þurfa nemendur að nurla saman til að eiga fyrir salti í grautinn þar sem að þeir fá ekki greidd námslán fyrr en að einkunirnar eru komnar inn. Vorönnin hefst áður en að nemendur eru búnir að fá allar einkunir frá haustönninni og oftar en ekki eru einkunirnar að koma inn undir lok janúarmánaðar. Finnst kennurum þetta virkilega í lagi?

Við nemendur þurfum alltaf að skila okkar verkefnum á tilsettum tíma, annars er það ekki metið eða dregið er frá einkun. Ef að við nemendur þurfum nauðsynlegan frest til þess að skila af okkur einkunum þá þurfum við að semja um það sérstaklega við kennara. Skyldur okkar nemenda eru skýrar, enda erum við að vinna að okkar háskólagráðu og við förum samviskusamlega eftir þeim tilmælum sem okkur eru gefin. Það virðist hins vegar vera svo að sumir kennarar (sem betur fer ekki allir!) taki reglur Háskólans alls ekki alvarlega þegar að kemur að einkunarskilum. Kennarar hafa 4 vikur til að skila af sér einkunum eftir lokapróf á haustönn og 3 vikur á vorönn. Þetta er meira en nógur tími til þess að fara yfir þessi blessuðu próf og verkefni en samt dregst það oft langt fram yfir þann tíma sem leyfilegur er!

Ég hef heyrt það að kennurum finnist það leiðinlegast af öllu að fara yfir próf, mér er bara alveg sama! Kennarar velja að hafa lokapróf sem helsta námsmat og verða því bara að bíta í það súra epli að fara yfir þau. Okkur nemendum finnst heldur ekkert skemmtilegt að leysa þessi próf eða gera mörg af þeim verkefnum sem okkur er gert að skila. Við gerum þau nú samt og skilum á réttum tíma.

Ég er orðin afskaplega þreytt á því að þurfa að líða það að fá flestar einkunnir inn of seint og heyra af félögum mínum sem eru líka að fá einkunirnar sínar inn of seint. Hafa kennarar ekki neina sómatilfinningu til þess að skila einkunum á réttum tíma? Ég tel það a.m.k. lágmark að ef að kennarar sjá fram á að þurfa að skila einkunum inn of seint að láta okkur nemendur vita, ég tel það okkar grunndvallar rétt. Það getur að sjálfsögðu alltaf eitthvað komið uppá sem veldur því að óhjákvæmilegt er að skila einkunum inn of seint og ætti þá að gera það að skyldu kennara að láta nemendur vita.

Nú þarf að fara að segja stopp! Kennarar hafa engan rétt á því að koma svona fram við nemendur!

Flutningar!

Ég er að flytja og mig vantar að losna við fullt af dóti eins og t.d. búsáhöld, hillu, sófa og hjól. Þetta fæst allt á spott prís þannig að ef ykkur vantar endilega hóið í mig!!! Ég hef enga þörf fyrir þetta þar sem ég er flytja til útlanda og efast um að mig muni vanta eitthvað af þessu aftur, þá bara kaupir maður nýtt. Ég hef enga geymslu til að geyma allt draslið í og þarf að fá að geyma kassa hjá hinum og þessum ættingjum þannig ég yrði afskaplega fegin ef þetta myndi nýtast einhverjum.

Vera

Áfengisfrumvarpið

Þá er komið að jólaprófatörninni og því tilvalið að blogga (er það ekki annars?).

Ég hef verið mikið að pæla í lagafrumvarpinu sem myndi leyfa verslun með léttvín og bjór í matvöruverslunum og rökunum á móti því (þar sem ég er nú einu sinni hlynnt því). Mér finnst stundum eins og andstæðingar þessa frumvarps gleymi að hugsa fram fyrir nefið á sér. Vissulega er rétt að hafa áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á unga fólkið og hvort að það hafi þá auðveldari aðgang að áfengi en áður o.s.frv. Þar sem að ég er nú tiltölulega ný komin af „unglingaskeiðinu“ þá hef ég góð og gild svör við þessu.

Ég skal fúslega viðurkenna það að ég smakkaði áfengi og varð full mjög ung, í raun allt of ung. Ég fór á þvílíkt þvermóðskuskeið að hálfa væri hellingur. Ég held að hluti af því að hafa prófað að „detta í’ða“ svona snemma hafi einmitt verið þessi spenna við prófa áfengi, sem var eitthvað svo fjarlægt og auðvitað algjörlega bannað.

Ég held að þetta sé mjög stór þáttur í því að unglingar á Íslandi byrja mjög snemma að drekka, áfengi er eitthvað eingöngu fyrir fullorðna í búð sem að unglingar eru síður en svo velkomnir inn í, og því verður áfengið sjálft og það að byrja að drekka svo spennandi. Unglingar fá þær ranghugmyndir í hausinn að það sé töff að geta sagt jafnöldrunum að þeir hafi farið á fyllerí, prófað landa (sem er jú algengasta alkóhólið sem unglingar komast í) o.þ.h. Það að hafa áfengi jafn óaðgengilegt eins og það er, er augljóslega ekki að virka til að sporna gegn unglingadrykkju. Unglingar munu alltaf komast yfir áfengi ef þeir óska þess, svo einfalt er það. Það sem skiptir máli er að unglingar fái rétta fræðslu um áfengi og ekki bara hræðsluáróður.

Ég á mjög marga vini sem eru frá meginlandi Evrópu og hafa alist upp við að vín sé borið fram með mat og sé eðlilegur hluti af menningunni, heimilis- og veitingastaða venjum. Margir þeirra fengu að smakka vín með matnum þegar þeir voru 12-13 ára, og þá í hóflegu magni að sjálfsögðu (við erum að tala um halft glas kannski). Flestir þessara vina minna höfðu fram til 17-18 ára aldurs einungis fundið fyrir smá áhrifum af áfenginu en aldrei orðið fullir. Það var ekki fyrr en í kringum þennan aldur, 17-18 ára, sem að þessir krakkar fóru á sitt fyrsta fyllerí. Mér finnst það heldur betri aldur heldur en að byrja 14-15 ára eins og unglingar eiga til hér á landi.

Ég er ekki að segja að foreldrar eigi að fara þessa sömu leið og tíðkast erlendis að gefa börnum sínum vín með mat. Heldur finnst mér að foreldrar eigi ekki að fela sína drykkju fyrir börnum sínum (þá er ég að meina, fá sér 1-2 vínglös með mat, bjór yfir boltanum o.þ.h.). Þannig kynnast börn og unglingar „æskilegri“ notkun áfengis (er ekki smá drykkja með mat æskilegri en haugafyllerí um helgar?).

Einnig tel ég að það eitt að áfengi sé í matvörubúðum á mun aðgengilegri stað heldur en í vínbúðunum geri það einfaldlega minna spennandi. Léttvín og bjór verður bara eitthvað sem er við hliðina á kókinu. Ef unglingurinn er forvitinn þá getur hann að minnsta kosti virt herleg heitin fyrir sér, en þarf ekki að deyja úr forvitini yfir því hvernig þetta lítur allt saman út eða hvaða tegundir eru til.

Börn og unglingar eru einfaldlega þannig að það sem er bannað og er fjarlægt verður bara meira spennandi. Þegar ég var 9-13 ára þá var það flottast ef að maður hafði horft á mynd sem var bönnuð innan 16. Maður var kannski alveg að skíta á sig af hræðslu og ógeði yfir því sem var að gerast í myndinni, fyrir utan það að skilja ekki helmingin af söguþræðinum, þá var þetta svo kúl og ýkt flott að maður sóttist í að fá a.m.k. að prófa (ég er ekki að segja að það eigi ekki að banna myndir fyrir ákveðin aldur). Það sama má segja um útivistarbannið og önnur bönn. Bara af því að það var bannað þá var það svo ógeðslega spennandi. Ég held að það sama eigi við um áfengi, ef það er sýnilegt og ekki er farið í felur með neyslu þess (ég er ekki að segja að unglingar eigi að horfa upp á fullorðna ofurölvi, ég er að tala um eðlilega hluti eins og vín með mat) þá held ég að það verði bara minna spennandi.

Ef að frumvarpið fer í gegn þá hugsa ég að unglingadrykkja fari aðeins vaxandi svona til að byrja með, þar sem að það verður að sjálfsögðu aðeins auðveldara fyrir unglinga að komast yfir áfengi og sú kynslóð unglinga sem nú lifir við bann og leyndardóm áfengis mun að sjálfsögðu svala forvitninni. Ég er fullviss um það að til langtíma muni það hafa jákvæð áhrif að hafa áfengi sýnilegra og aðgengilegra. Ég hugsa að unglingar byrji seinna að drekka og ég tel að vínmenning landans muni fara batnandi.

Að lokum mæli ég með færslu Hannesar H.G. um þetta sama mál. Ég gæti ekki verið honum meira sammála í þessu máli.

Ég held að ég hafi ekki getað setið á mér lengur með að lýsa skoðunum mínum um þetta mál þar sem ég er búin að vera að lesa um áfengisbannið og aðdraganda þess. En jæja þá er best að halda áfram að læra, fyrsta próf á morgun!
Vera

a very sick post!

My favorite thing in the world is to be sick. Then I can stay at home and feel absolutely horrible, feel sorry for myself, complain about my sickness to others, be unable to study and miss an exam! It’s heaven! Why doesn’t this happen to me more often????

The trickiest part is to get better very very soon because on wednesday I’m going to Austrialand to visit my favorite Austrian. So note to sickness: „go away“.

Stine came for a visit this weekend and poor girl had to run back to Denmark to avoid my sickness. I’m such an awesome host!

Last year I was sick on my birthday this year I managed to get sick after my birthday.

I’m suffering from severe ADD today so if I make no sense I am very sorry I just have a hard time… look a flower it’s so pretty, me likes it’s like when I was a kid and picked dandelions for my mother…

So to understand my state of mind I’d love you all to watch this video:

Vera

and life goes on

I’ve decided to do this in English for my foreign friends (since I seem to be making more of those anyways and some of them have complained about my Icelandic posts) so they better read this 😉

A lot of things have happened since my last „update“ so I bet you’re all dying to find out what’s going on in my life (I mean my life is sooooo exciting right?).

I got my acceptance letter to the University of Vienna a few weeks ago!!!! I had to send them some information that they have received and now I’m just waiting for them to send stuff to the University of Iceland so everything is confirmed! I can’t wait to move to Vienna in January! I’ve decided to go there early so I can celebrate with my dear Lukas when he finishes university 🙂 Then I’ll take a language course in February and in March the semester starts. I should be pretty used to the lovely city of Vienna by then 🙂

IceMUN just finished recently and was a success. The participants have expressed their satisfaction with the event (and I hope they weren’t lying to make me feel better) so I think it was all good. We managed to make things work even though we had quite a few downs. We had a great organizing team and I just want to thank them for their work. I also thank the participants, without participants there’s no IceMUN and the participants did very well! It will take a while for all of us to forget it (and I kinda doubt we ever will).

On the 24th of October (the day IceMUN started) I gave a speech at the University of Reykjavik titled „will we matter in the future?“ talking about if Iceland will have influence in the international community in the future. My speech is a part of a University symposium in relations to Iceland’s candidacy for a seat in the Security Council and I was the last speaker in that round, speaking after the minister for foreign affairs! I’m really honored that the University of Reykjavík asked me to give a speech there and I’ve been told I did good. I haven’t dared to listen to it yet but if you’re interested you can hear it from here it’s under „Í heyranda hljóði“ if you have troubles.

Other than that nothing much has happened, except homework, essays, exams and all that exciting fun stuff.

However I’m going to Vienna in xx days (it’s marked like that just for you honey) and I’m looking so much forward to that. I just have to be ridiculously productive until then. Stine is also coming for a visit on the 15th which will be a perfect birthday present! Now all of you know when my birthday is so I’m expecting many many presents!

But now I need to get back to the books and work on an assignment for Research in Political Science (sounds exciting right?).

Then I’ll be dressed up as Madonna in a costume party tonight (how hot is that?).

Cya later

Vera